Tuesday, January 17, 2006

Þetta er fyrir Hauk!!!

Hef ekkert meira um það að segja....
Er kominn með leið á að blogga þangað til ég get sett inn myndir. Sorry.
En þessi færsla er fyrir Hauk.
Jú ég hef eitt að segja og það er að mig hlakkar ekki til að verða gamall.... ég kynntist því í gær hvernig það er að geta ekki gengið! En ég er að ná mér núna....
Það helsta sem hefur gerst síðan ég bloggaði síðast (3. des.).

  • Prófin kláruðust og ég náði öllum einingunum.
  • Jólin
  • Pókermót
  • Áramót
  • Skóli byrjar aftur
  • Suðurferð á mánudegi og þriðjudegi.
  • Leikur við Þór
  • Labbar einsog 87 ára gigtarsjúklingur.

Vonandi morgundagurinn verði skárri.

En þangað til næst....vona til að koma með myndir sem fyrst.

Penguin / out

Saturday, December 03, 2005

Desember kominn og Prófin hálfnuð!

Halló lesendur góðir....
Desember kominn og prófin byrjuð. Búinn með 3 og á 3 eftir. Þar af tvö ísl próf á mánudaginn (303 og 503) ooooooooooooooooohhhhhhhhhh.
En búinn með Rek 103, Þjó 103 og Fra 303....og gekk allt bara vel myndi ég segja.
Svo var mikið gaman í gær á balli með Von....aldrei séð svona marga inná balli á barnum í einu....þetta var rosi. En kvöldið leit ekki svona vel út um kl. 4 fyrr um daginn þegar allt virtist stefna í það að flestir vinir mínir væru annaðhvort með heimþrá (þ.e. þrá að vera heima hjá sér um helgi) eða farnir suður til knattspyrnuiðkunnar. Heyrst hefur að Golfklúbbur Grindavíkur hafi tekið aukaæfingu á Föstudaginn og ættu strákarnir að vara sig um helgina í leiknum.
En Haukur var meðal þeirra sem stefndu á suðurferð í gær (föstudag) en það þurfti ekki annað en að koma í ríkið og gefa Hauki einhverja ástæðu til að dvelja hér í 12 tíma í viðbót....það tókst og var Hawk the onion a.k.a. Gjallarhornið eða Básúnarinn game í kvöldið. Ekki var að spurja að Emma og kom Árni Gísli með.
Einsog okkur er lagið var ekki farið niðrí bæ fyrr en Óttar bakari byrjar að hita ofninn (sem er um hálf 3 leytið) það var raunin í þetta skiptið og fann maður ilminn frá Bakaríinu strax við komu.
Núna er bara málið að fara að læra og hlusta á tónlist.
Eitt sem ég verð að gera er að setja myndir inn.....djö. er að mér, ég er alltaf að lofa myndum en ekkert gerist. Þetta blogg er einsog dagbók ekki lesefni til skemmtunar. Ég verð að bæta úr þessu og lífga uppá þessa tiltölulega leiðinlegri síðu og setja inn myndir og hætta að nota stór, flókin orð eins og tiltölulega!
Ég lofa einhverju bitastæðu næst!
En það er mikið búið að gerast uppá síðkastið en maður er ekki með netið heima og getur ekki skrifað inn jafnóðum og líka sett inn myndir. Ég biðst enn einusinni afsökunar.
En vikulegir hlutir eru næstir, góðar stundir:
Plata Vikunnar : Glastonbury Jukebox
Hvað er á iPod-aranum : Wilco - At least that´s what you said (Live)
Setningu vikunnar (NÝTT) á Haukur : Þú veður ekki í flórinn á spariskónum.
Þangað til næst
Góðar stundir
Penguin / out

Friday, November 25, 2005

Family Guy...alltaf e-ð nýtt til að hlægja að :)

Random Family Guy Quotes

Monday, November 14, 2005

Já það er komin ný vika!!!

Halló lesendur góðir...
Allt ágætt bara að frétta og bara nokkuð rólegt í vinnunni. (er þar núna)
Hef ekkert að skrifa um í rauninni einsog er en það er einhvern veginn vani að skrifa stundum. Eitt er frásögufærandi og það er sigur okkar í Kýló-móti skólans.......og förum í pizzuveislu á fimmtudaginn. Jeii.......
Annars er skólinn ágætur og prófin fara að skella á.....ótrúlegt en satt. Próftaflan er komin og ég fer í 1 próf 1.des, 2 á 2. des. og svo 2 ísl próf (503 og 303) á Mánudaginn 5. des ....þá er ég eiginlega búinn nem a BÓK 103 sem er á Fös. 9. Fínt plan en maður veit ekki hvernig Íslenskan reddast þar sem íslandsmót innanhúss er á sunnudeginum 4. des. :( en þá vitnar maður bara í gamla slagarann´Það reddast' já það reddast og það reddast, það reddast eina ferðina á ný.....leiðréttið mig ef textinn er rangur en svona hentar hann allaveganna.
Svo er e-ð kvöld í skólanum og við ferðastúdentar ætlum að hittast í mtreiðslustofunni og baka (rétt eftir hádegi)...það verður rosalegt stuð.
Svo komst ég að því að þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar á óbeit minni á Silvíu Nótt, þá er mér bara farið að finnast hún ágæt....Maður þarf bara sinn tíma.
Ég er kominn með nýjann lið sem er listi vikunnar. Gjöriði svo vel:
Hlutir sem gleðja mig í Nóv:
5. Þegar ég næ að vakna í skólann á morgnanna.
4. Þegar ég þarf ekki að skafa áf bílnum.
3. Þegar Þegar það er ekki kaldara úti en í frystinum heima.
2. Maðir getur verið í Manager án þess að líða illa yfir því að maður ætti að vera úti að leika sér.
1. Jólin fara að koma!!!!!
Plata vikunnar : Jack Johnson - In between dreams
Hvað er á iPod-aranum : Jack Johnsson - Constellations
Takk fyrir mig og góða viku
Penguin / out

Monday, November 07, 2005

Mánudagar eru oft leiðinlegir...nema að maður hafi átt fína helgi!

Góðan daginn lesendur góðir....
Penguin sem talar!
Mánudagur kominn og í fyrsta sinn lengi þá er það bara í lagi.
Helgin var góð svona yfir heildina og sitt lítið af hverju sem tekið var fyrir hendur. Þetta er/var það helsta:
Reif mig upp á Föstudaginn ....rosa ánægður en komst þá að því að það var Áhugasviðskönnun.. oohhhh en kannski það komi e-ð gott útúr henni þar sem hún eyðilagði byrjunina á deginum (Karma). Svo byrjaði vinnan 14.30 til 24.30..... en það var reyndar fínt þannig a ég ætla að stroka út þetta oooohhhhh áðan. En svo var farið út og skemmt sér og ekkert verið að spá í vinnunni kl. 10 daginn eftir í Skaffó....þetta var lengsti vinnudagur síðan föstudaginn langa hjá Jésú. En ekki eins langur og hjá Völu samt sem var .....jahhh hvað á maður að segja? Ég sleppi því bara. En ég er þó ekki að segja að ég hafi verið e-ð góður.
Svo eftir 3335 tíma vinnu (reyndar bara frá 10-4) ákvað ég að lyfta mér upp og kaupa Manager. Ekki er hægt að sjá eftir því en hann sér til þess að nú á ég engann frítíma (sumir myndu þó kalla Manager frítíma en ekki þeir sem hafa spilað hann og hafa fundið stressið og álagið, hvað þá þegar maður gerir 5 1-1 jafntefli í fyrstu 6 leikjunum.
Svo komu mamma og pabbi heim og bjuggu til rosalegann mat sem ég gat ekki sleppt..... Siggi Hall hefði fengið minnimáttarkennd!
Svo fór ég útí bústað til strákanna og þar var stuð... svo komu ég og Alli heim (um 1) og fórum á barinn en Alli var ekki í stuði til að standa beinn og þurfti á stuðningi að halda og ákvað því að halda heim á leið fyrr en áætlað var. Svo fylgdu ég og Berti sömu leið um 30 mín. seinna.
Gott kvöld samt !!!!
En sunnudagurinn var síðan fjölskyldudagur þar sem við fórum til Akureyrar (nema Stefán) og fórum að horfa á leikinn (sem btw. var snilld ...Darren Fletcher hvað? Allir þeir sem sögðu að hann geti aðeins hlaupið í 90 mín. vita nú að hann getur líka klúðrað skallafyrirgjöfum :)
En svo var snúið heim eftir mat.
En ég þarf að fara aftur í Frönsku.....
Diskur vikunnar : R.E.M. in time 1988-2003
Hvað er á iPod-aranum : R.E.M. - Bad Day
og eitt hvað ég sakna :Éins pirrandi það er að Stefán Arnar braki í tánum þá er ég samt kominn með fráhvarfseinknni.....Stefan þú verður að fara að koma á krókinn fljótlega!
Þangað til næst
Penguin / out

Wednesday, October 26, 2005

Góð helgi, snjórinn kominn og Body Paint í kvöld

Góðann daginn lesendur góðir...
Miðvikudagur genginn í garð og Body Paint í kvöld....ég, Haukur, Emmi og Jói ætlum að mála Berta Bacon sem e-ð sem við vitum ekki sjálfir í augnablikinu...en við finnum útúr því...
Helgin var góð....þó ég segi ekki meira.
Póker á Föstudagskvöldið og Vann ég loksins, kominn með leið á öðru sætinu. Spiluðum til 3 og voru ég og Emmi 2 síðustu en svo vann ég eftir æsispennandi Póker (allavega fannst mér og Stefani Friðriki það) en Haukur og hinir voru orðnir leiðir enda dottnir út. Simmi og Haukur eyddu helmingi meira en allir aðrir og keyptu sig aftur inn sem þýddi bara 1000 kr. meira í vasann. Takk strákar :) 4000 kr. voru semsagt vinnulaunin á Föstudagskvöldið...jeyyy
En svo kom Laugardagurinn með tilheyrandi vinnu í skaffó....blablablablabla
En svo kom kvöldið og Partý hjá Snorra Sel. Honum leið samt ekki vel og ákváðum við að færa partýið til Hauks. Þar var gaman og mikið skemmt sér eftir kvöldi. Svo neyddumst við til að yfirgefa Hauks-setrið sökum Sprengju sem Gústi setti og neyddist fólk til að yfirgefa staðinn áður en Bunavarnarkerfið fór í gang. Haldið var á KK og var fullt útúr dyrum á SIXTIES. Það var geðveikt stuð og eina sem vantaði var Alli en hann er sem kunnugt er í Englandi og Stefán Arnar sem er að stunda æðra nám í höfuðborginni . Ég held að hþeir hafi verið þeir einu í Skagafirði sem vantaði á þetta ball. Nema þeir þrír sem fóru frítt á Jón Sig. á Ólafshúsi og heyrðu þar kött vera drepinn (einsog einhver orðaði það)
En snilldin ein þessi helgi.
Takk allir þeir sem komu við sögu.
Sem minnir mig á það
Plata vikunnar : Sigur-Rós - TAKK
Hvað er á iPod-aranum : Sigur-Rós - Hoppipolla
Svo er ég að reyna að plata e-n með mér á Sigur-Rós fyrir sunnan í lok Nóv. en það yrði gaman. En eitt sem ég ætla að reyna að sjá er WHITE STRIPES....hver er til?????
Þangað til næst....ég þarf að fara til að mála Berta sem Vaseline dollu
Penguin / out

Friday, October 21, 2005

Helgin að koma....vúúúhú

Halló lesendur góðir...
Föstudagurinn runnin upp með blóm í haga. Snögg vika og leið mjög hratt. Sem er bara gott.
Ætlaði mér að fara út í gær og selja armböndin fyrir "Blátt áfram" en svo eftir strákana (sem ég horfi nú ekki oft á) skipti ég á 1 og 'Scrubs' sá snilldar þáttur var að byrja og getur maður ekki misst af þeirri dásemd í TV-inu..ætlaði að standa upp eftir það en allt kom fyrir ekki.....'That 70's show' byrjaði og ekki gat ég fundið það í mér að standa upp...horfði á hann og svo Byrjaði þátturinn sem ég var að bíða eftir og aætlaði að horfa á þegar ég væri búinn að ganga í hús og selja...það var enginn annar en þátturinn 'The King of Queens' sem er bara meistaraverk af sjónvarpsefni. Eftir svona rosalega gott run af sjónvarpsglápi byrjaði þátturinn Silvía Nótt sem ég hef aldrei séð áður en aðeins heyrt um. Þessar 30 mínútur af lífi mínu á ég aldrei eftir að endurheimta...þvílík hörmung. Silvía Nótt er ÖMURLEG og hefði ég frekar viljað eyða þessum hálftíma í að horfa á stafsetningarkeppni í Wyoming. Það hefði verið betra sjónvarpsefni. En ég get ekki breytt þessu og verð að snúa mér að öðru. Ef fólk er ósammála mér í þessu máli þá vil ég fá að heyra það og hvað það hefur máli sínu til stuðnings.
En að öðru...
Hvað er á iPod-aranum : The Shins - Pink Bullets
Plata vikunnar : Garden State / soundtrack.....snilldar lög, róleg og fín mynd í þokkabót
En ekki fleira að sinni, eigið góða helgi
Þangað til næst
Penguin / out

Thursday, October 13, 2005

Búinn með Prófin...og helgin bara eiginlega komin

Ja lesendur góðir...
ég segi það og skrifa. Helgin er komin og prófin BÚIN. JEYYYYY.
Var í Frönsku í dag og það gekk ekkert alltof vel en sjáum samt til. Annars hafa öll hin prófin gengið vel og er ég bara mjög sáttur.
Helgin verður með skemmtilegra sniði og lagt í hann til Akureyrar á Laugardagsmorgni og keppt frá 2-6......svo sjáum við til hvað gerist fram að balli og gist heima hjá Þorbjörgu systur mömmu.
Svo keyrt heim þegar maður treystir sér til á Sunnudeginum.
Er að spá í að fara í frjálsa tímann kl. 10 enda búinn að stunda þá grimmt meðan Fótboltinn er ekki. Gaman gaman
En það verður tekið á því um helgina og skemmt sér vel. Vonast til að sjá sem flesta á Akureyri um Helgina.
Þarf að snúa mér aftur að vinnu.
Hvað er á iPod-aranum: Rufus Wainwright - California
Plata vikunnar kemur á Sunnudaginn
Þangað til næst
Penguin / out

Sunday, October 09, 2005

Slappt Laugardagskvöld!!!

Halló lesendur góðir.....
Helgin er að verða búin en samt ekki alveg því ég fer ekki í próf fyrr en á Þriðjudaginn. Byrjað var á fimmtdaginn hjá Magga en ég var að vinna til 22 og var ekki í stuði til að drekka....ég átti ekki neitt og keyrði bara...sem var fínt. Svo var Föstudagskvöldið skemmtilegt og aðeins betur tekið á því. Vorum hjá Berta fram eftir kvöldi og skemmtum okkur konunglega. Svo var farið á KK (kaffi krók) og hlustað á Styrmi frænda syngja og var það mjög gaman. Leiðin heim gekk brösulega og margt ósiðlegt fór fram í bílnum og er það aðallega Bjarka að þakka en Snorri átti einnig stórann þátt. Ég fór samt heim um 4 leytið að sofa enda vinna kl. 10 í skaffó daginn eftir.
Laugardagskvöldið hélt ég að yrði skemmtilegt en það varð hundleiðinlegt. Allir heima að horfa á sjónvarpið eða þreyttir eða þunnir eða latir eða fundu ekki pláss til að spila póker eða nenntu ekki út því allir aðrir voru þreyttir, þunnir, latir eða fastir yfir sjónvarpinu. Þannig að ég fór ekki út fyrr en 1 og kom heim kl. um 2. Ekki skemmtilegt kvöld og ætla ég rétt að vona að næsti Laugardagur verði ekki eins uuuuuuuhhhhhhhhhh enda verðum við flestir á Akureyri vegna framhaldskólamótsins í knattspyrnu... Vííííííííííí.
En ég ætla ekki að hafa þetta væl í mér e-ð lengra.
Þangað til næst
Penguin / out

Thursday, October 06, 2005

Próf í næstu viku og fleira svoleiðis

Halló lesendur góðir......
Nú er Fimmtudagur kl. 17:07 og ég er búinn í Frönsku í dag. Frí í skólanum á morgun (föstudag) og ég er ekki í prófi á mánudaginn....sem kemur mér að næsta máli. Miðannaprófin að byrja og ég veit ekki hvort ég nenni því e-ð. En svona er þetta. 1 próf á Þriðjudaginn, 3 á miðvikudaginn og 1 á Fimmtudaginn. Þetta verður ágætt, býst ég við...allavega þegar þau eru búin því þá helgi verður Framhaldskólamótið í knattspyrnu. Það verður snilld !!!!! og erum við að spila á laugardeginum og ball um kvöldið með Í svörtum fötum og vonandi stendur það undir væntingum. Við erum ekki komin með nettengingu heim þannig að ég verð alltaf að blogga og skoða póst í skólanum :? Annars væri ég kominn með myndir og e-ð skemmtilegt fyrir löngu en á meðan verður þetta bara að vera leiðinlegur texti. SORRY
Annars er ekkert rosalegt að gerast..löng helgi sem verður ábyggilega ekkert svo löng þar sem ég er að vinna í féló í kvöld og annað kvöld og svo í skaffó á laugardaginn þar sem enginn VSK. er af fötum og skóm um helgina :) hehe
Allavega þá er ekkert meira sem ég hef að skrifa og létta af mínum stóru brjóstum.
Kannski lag-ið (sem ég ætla að breyta í ... Hvað er á i-pod-aranum og jafnvel hafa plötu vikunnar)
OK ég hef ákveðið mig. Það verður svoleiðis!
Hvað er á iPod-aranum: Rufus Wainwright - One man guy
Plata vikunnar : Rufus Wainwright - Want one
Hér geturu lesið um diskinn-http://dancemusic.about.com/cs/reviews/fr/RufWainRev.htm
Lexía vikunnar : Respect earns respect
Þangað til næst
Penguin / out

Wednesday, September 28, 2005

Djö.......veður!!!

Halló lesendur góðir.....
Ekkert mikið að gerast þessa dagana enda hvað er hægt í þessu veðri annað en að sitja inni og spila.
Sem er einmitt það sem maður hefur verið að gera undanfarið. Tókum Trivial strákarnir í gær og tók það miklu lengri tíma en við ætluðum. Við byrjuðum yfir (endanum) Arsenal leiknum og enduðum í lokin á United leiknum. Það var kaka á hverri spurningu og veit ég ekki hvað það segir um gáfur okkar að þetta hafi tekið þennan rosalega tíma. En allavega þá hófst þetta að lokum.
Maður var ánægður með United-sigurinn í gær en þetta var ekki alveg öruggt fyrr en á 85. mín....sjúkkket. Ruud van Nistel-horse með markið.
Fótboltinn er ekki enn byrjaður og veit maður ekki hvort það sé gott eða slæmt......það er obbó gott að eiga "frí" á kvöldin.
En ég þarf að fara í Frönsku núna því ég fer að vinna í Féló kl. 5 og Eric verður brjálaður ef ég mæti seint OG fer snemma.....annars erum við fínir vinir, hann er bara svoldið mislyndur.
Lag vikunnar (Er að spá í að breyta því í lagið sem er inni) (OK ég geri það bara núna)
Lagið sem er inni : Cary Brothers - Blue eyes
Lexían : Allt tekur lengri tíma en þú býst við
Þangað til næst
Penguin / out

Saturday, September 24, 2005

Já ég var klukkaður!!!

Halló lesendur góðir....
Berti klukkaði mig (sjá nánar á kommentinu á fyrri skrifum)
Þá þarf ég að segja e-ð um mig (5 hluti)
.....humm.....
1) Ég er langoftast í góðu skapi
2) Ég er í 2 vinnum og var að bjóðast 3ja vinnan í vetur
3) Var að kaupa mér bíl (kaupi bílinn hans Stefáns þar sem hann keypti sér nýjan)
4) Mér finnst Snickers betra en Mars
5) Ætla á ball með Brimkló í kvöld!!!!

Ég veit ekki hvern á að klukka....
En það verður einhver fyrir barðinu á þessu klukki.....nema að ég nenni því ekki
Ekkert meira í bili
(Ekkert lag vikunnar né lexía....sorry)
Þangað til næst
Penguin / out

Thursday, September 22, 2005

Nýr sími og nýtt númer (í bili)

Halló lesendur góðir...
Ég ætla að byrja á því að biðjast innilegrar afsökunnar á lélegu bloggleysi mínu síðustu daga. Ástæðan er ritstífla og óáhugavert líf að undanförnu.....nei ég segi svona ;)
Ég ætla að byrja á því að segja það að ég er byrjaður að vinna í féló og fékk nýtt númer sem ég ætla að nota þangað til annað kemur í ljós.
Símanúmerið er : 6604684. En ekki eyða hinu því ég á ábyggilega eftir að nota það seinna.
Svo voru spilakvöld síðustu daga (aðallega samt kvöld og nætur) og spilað Gettu Betur og Popppunkt. Haukur er nú poppppppppunkts-meistarinn 2005 og Ég og Stefán Friðrik erum Gettu Betur meistarar með 1 vinning hvor.
Ekkert fleira í fréttum í dag...en ég skal lofa að skrifa meira á næstunni.
Jafnvel nýr þáttur með fréttum og fréttainnskotum af daglífinu.
En það er ekkert fleira í morgunfréttum í dag.
Góðar stundir
Lag vikunnar: James Blunt - Beautiful og The Shins - Mine´s not a high horse
Lexía vikunnar : Bloggaðu oftar því þá gleymast hlutirnir ekki eins mikið.
Þangað til næst
Penguin / out

Tuesday, September 13, 2005

Ætti ég ekki að fara að skrifa....

Halló lesendur góðir.
Nú er þriðjudagur og dagurinn leggst ágætlega í mig.
Margt hefur gerst íðan ég skrifaði síðast en ég ætla að stikla á stóru.
Við (fél-hag/sál) unnum brautamótið í fótbolta og fengum Pizzaveislu í verðlaun. Haukur, Konni, Hjörvar, Ég og Emmi vorum meðal liðsmanna í þessu gríðarsterka liði sem tapaði ekki stigi og fékk aðeins 1 mark á sig.
Tindastóll féll niður í . deild og er ekkert meira frá því að segja svo sem.
Ég er byrjaður að vinna í féló og verður það bara mjög fínt.
Uppskeruátíðin var um helgina og var það geðveikt gaman. Skemmtiatriðin SNILLD og maturinn fínn. Ballið var ágætis skemmtun en fóru ég og Stefán snemma heim sökum þreytu, enda leikur fyrr um daginn. En það stoppaði ekki alla (eða á þetta að vera með stóru A-i ? ;)
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra heldur ætlaði bara meira að láta vita af mér.
Þangað til næst
Penguin / out